Aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússa handtekinn

Timur Ivanov.
Timur Ivanov. AFP

Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald af dómstóli í Moskvu vegna ásakana um að hafa þegið mútur. 

Ivanov neitar sök en hann var skipaður í varnarmálaráðuneytið árið 2016 og hefur verið ábyrgur fyrir hernaðarinnviðaverkefnum Rússa.

Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og hefur starfað með honum í mörg ár. Hann var áður staðgengill forsætisráðherra Moskvusvæðisins, þar sem Shoigu gegndi um stutta stund starfi ríkisstjóra.

Gæti hlotið 15 ára fangelsisdóm

Héraðsdómur í Moskvu úrskurðaði Ivanov í tveggja mánaða gæsluvarðhald vegna ákæru um að hafa tekið átt í glæpsamlegu samsæri við þriðja aðila í tengslum við eftirlit með byggingu og endurskoðun aðstöðu varnarmálaráðuneytisins. Þá tengdist hann áberandi endurreisn Rússa á úkraínsku borginni Maríupol, sem er hernuminn af Rússum.

Nokkrir óháðir rússneskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Ivanov og fjölskylda hans hafi eignast gríðarlegan auð með því að draga til baka samninga sem hann samþykkti í ráðuneytinu, að sögn BBC.

Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert