Noregur vann Íran með 32 marka mun

Þórir Hergeirsson stýrir norska kvennalandsliðinu.
Þórir Hergeirsson stýrir norska kvennalandsliðinu. AFP

Camilla Herrem var markahæst í norska kvennalandsliðinu í handknattleik þegar liðið vann 41:9-stórsigur gegn Íran í C-riðli heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni.

Norðmenn eru með fullt hús stiga eða fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í efsta sæti riðilsins en Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins.

Rúmenía er einnig með 4 stig í öðru sæti riðilsins en Kasakstan og Íran reka lestina án stiga.

Þá lagði Svartfjallaland Angóla að velli í A-riðlinum, 30:20, og Serbía vann stórsigur gegn Kamerún í B-riðlinum, 43:18. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert