fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
433Sport

Lögreglan tjáir sig – „Lögregluþjónninn hefði getað misst sjónina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður hlaut skurð í andliti er hann reyndi ásamt kollegum sínum að ná stjórn á mótmælunum sem áttu sér stað fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United í fyrradag.

Mótmælin urðu til þess að leik Manchester United og Liverpool í gær var frestað um óaákveðinn tíma.

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan Old Trafford til þess að mótmæla eignarhaldi Galzer-fjölskyldunnar á Manchester United. Hópur mótmælanda braut sér síðan leið inn á Old Trafford og einhver skemmdarverk voru unnin.

Lögreglan í Manchester hefur staðfest að lögreglumaður hafi hlotið skurð í andliti eftir að hafa fengið glerflösku í andlitið. Af myndum af dæma má lögreglumaðurinn teljast heppinn að glerbrot í flöskunni hafi ekki farið í auga hans.

„Okkar hugrakki samstarfsmaður fór til vinnu til að tryggja öryggi fólks í Manchester, hann varð fyrir árás. Hann er einfaldlega heppinn að hafa ekki misst sjónina, þetta er ekki rétt framkoma,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar en maðurinn var illa slasaður.

„Lögreglufólk eru mæður, feður, eiginmenn, eiginkonur og makar. Þetta eru synir og dætur, þetta eru manneskjur sem eiga að geta farið heim til sín í heilu lagi eftir vaktina. Það á ekki að þurfa að fara á spítala.“

„Við þurfum styðja slasaðan samstarfsfélaga og munum gera það á meðan hann jafnar sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Umboðsmaður framherjans unga var á Old Trafford í boði United í gær

Umboðsmaður framherjans unga var á Old Trafford í boði United í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hitti leikmann United á föstudag – Þetta er maðurinn sem hópurinn telur að taki við

Hitti leikmann United á föstudag – Þetta er maðurinn sem hópurinn telur að taki við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal bætti 20 ára gamalt met í gær

Arsenal bætti 20 ára gamalt met í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United hættir aftur við lokahófið en fær yfir sig holskeflu af gagnrýni í kjölfarið

Manchester United hættir aftur við lokahófið en fær yfir sig holskeflu af gagnrýni í kjölfarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starf Gregg í Vesturbænum ekki í hættu og tíðindin af Óskari hafa engin áhrif

Starf Gregg í Vesturbænum ekki í hættu og tíðindin af Óskari hafa engin áhrif
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er sagan sem er á flugi um brotthvarf Óskars – „Lætur ekki bjóða sér hvað sem er“

Þetta er sagan sem er á flugi um brotthvarf Óskars – „Lætur ekki bjóða sér hvað sem er“
433Sport
Í gær

Á sömu sýningu skömmu eftir að allt fór í háaloft

Á sömu sýningu skömmu eftir að allt fór í háaloft
433Sport
Í gær

Mjög óvænt nafn orðað við risaskipti til Þýskalands – Kom í úrvalsdeildina í janúar

Mjög óvænt nafn orðað við risaskipti til Þýskalands – Kom í úrvalsdeildina í janúar