Fótbolti

Atlético henti frá sér þriggja marka for­ystu í Kata­lóníu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Alex Caparros/Getty Images

Atlético Madríd komst ekki upp fyrir nágranna sína í Real Madríd en liðið gerði 3-3 jafntefli við Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að komast 3-0 yfir.

Fyrr í kvöld hafði Real Madríd unnið 2-1 sigur og farið tímabundið upp í 2. sætið. Atlético-menn voru ekki á því að leyfa nágrönnunum að halda silfursætinu og virtust ætla að vinna öruggan sigur.

Saúl Ñíguez kom gestunum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og Antoine Griezmann tvöfaldaði forystuna rétt áður en flautað var til loka hálfleiksins. Yannick Carrasco hélt hann væri að gulltryggja sigurinn með marki strax í upphafi síðari hálfleiks.

Cesar Montes hóf endurkomu heimaliðsins með marki eftir rúmlega klukkustund. Joselu minnkaði muninn enn fremur með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Vinicius Souza jafnaði svo metin í 3-3 þegar ellefu mínútur lifðu leiks.

Reyndust það lokatölur leiksins og þýðir að Real Madríd er í 2. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Espanyol heldur í vonina um að halda sér í deildinni en liðið er með 35 stig í 19. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti.

Önnur úrslit

Betis 0-1 Getafe  [Omar Alderete]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×