Gróðureldar geisa við Costa del Sol

Eldurinn hófst á miðvikudag.
Eldurinn hófst á miðvikudag. AFP

Íbúar í að minnsta kosti sex borgum og bæjum í Andalúsíu á Spáni hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda. Spænski herinn hefur verið sendur á svæðið sem er nærri Costa del Sol.

Um það bil tvö þúsund manns hafa flúið eldana og einn slökkviliðsmaður hefur látist eftir að eldarnir kviknuðu á miðvikudag.

„Þetta hefur allt gerst rosalega hratt en aðgerðir hafa verið áreiðanlegar, við erum samt kvíðin þar sem við vitum ekki hvað muni gerast,“ sagði Abraham Lopez í samtali við Guardian en hann þurfti að yfirgefa heimili sitt í Genalguacil.

„Við munum vinna á samhæfðan hátt og án hvíldar í ljósi eldanna sem geisa í Málaga-héraði,“ segir Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, á Twitter.

365 slökkviliðsmenn, 41 flugvél og 25 ökutæki vinna nú í því að slökkva eldinn.

365 slökkviliðsmenn, 41 flugvél og 25 ökutæki vinna nú í …
365 slökkviliðsmenn, 41 flugvél og 25 ökutæki vinna nú í því að slökkva eldinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert