fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Stúlka sem þjáist af alvarlegum kvíða fær ekki frístundastyrk frá Kópavogsbæ eins og önnur börn – „Computer says no“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. október 2021 21:00

Mynd: Kopavogur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hafa eytt yfir 800 þúsund krónum í sérhæft tómstundastarf sem hentar 13 ára gamalli dóttir þeirra sem er heltekin kvíða. Um er að ræða einstaklingsmiðað tómstundastarf hjá Vopnabúrinu, úrræði fyrir börn sem glíma við fjölþættan vanda. Hver stund kostar 16.000 krónur. Kópavogsbær hefur nú neitað þeim um frístundastyrk sem veittur er fyrir skipulagt íþrótta- og tómstundastarf barna og er aðeins brot af þessum kostnaði.

Kópavogsbær veitir foreldrum barna á aldrinum 5-18 ára rúmlega 50 þúsund króna fjárstyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Ekki virðist leika vafi á því að það sem Vopnabúrið býður upp á sé skipulagt tómstundastarf en styrkinn fá foreldrarnir þó ekki.

Uppgefin ástæða Kópavogsbæjar fyrir synjuninni er sú að skilyrði fyrir því að hljóta styrkinn sé að taka þátt í 10 vikna (hið minnsta) samfelldu starfi. Þar sem greitt var eftir á fyrir hvern og einn tíma en ekki fyrir heilt tímabil í einu virðist Kópavogsbær álíta að ekki sé um samfellu að ræða. Móðir stúlkunnar segir um þetta: „Í augum deildarstjóra íþróttadeildar Kópavogsbæjar er engin leið til að koma Vopnabúrinu fyrir í þessari romsu um úthlutun frístundastyrks, vegna þess að greitt var fyrir klukkustundir eftirá (mánuð í senn), en ekki 10 vikur fyrirfram. Að öllu leyti uppfyllir Vopnabúrið reglur um frístundastyrkinn, sér í lagi meginmarkmið hans! Þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir og símtöl til bæjarins er lokasvarið „computer says no“!“

Staðreyndin er þó engu að síður sú að starfið í Vopnabúrinu er vissulega samfellt yfir lengri tíma en tíu vikur, eins og kemur fram í eftirfarandi fyrirspurn frá Vopnabúrinu til Kópavogsbæjar vegna málsins:

„Vopnabúrið býður upp á sérsniðnar tómstundir/frístund/námskeið eftir hverjum skjólstæðingi og áhugasviði þeirra hverju sinni, sem getur verið úr einni tómstund í aðra, getum við ekki auglýst slíka tómstund/frístund/námskeið á heimasíðu Vopnabúrsins. Tómstundin sem stúlkan sótti til okkar spann vel yfir 10 vikurnar eða voru réttara sagt 16 vikur, sem fellur klárlega að reglum Kópavogsbæjar. Þar sem Vopnabúrið býður einungis upp á einstaklingsmiðaða þjónustu sem er ekki endilega með fyrirfram ákveðnar dagsetningar getum við því ekki verið aðilar að Nora/Sportabler auk þess sem við höfum ekki fjöldann í það. Á hverju er þetta þá að stoppa?“

Kópavogsbær ætlar ekki að gefa sig

„Kópavogsbær ætlar í alvöru að beita sér af fullum þunga gegn því að greiða barninu frístundastyrkinn sinn!“ segir móðirin í Facebook-færslu þar sem hún birtir eftirfarandi svar frá Kópavogsbæ við fyrirspurn hennar:

„Frístundastyrkir eru ekki lögbundin þjónusta sveitarfélaga heldur er það alfarið ákvörðun viðkomandi sveitarstjórnar hvort hún kýs að veita börnum og ungmennum sveitarfélagsins slíkan styrk eftir þeim reglum sem hún setur. Engin kæruheimild er því til staðar til æðra stjórnvalds lögum samkvæmt (ráðuneytis eða sérstök stjórnsýslunefnd) þar sem ákvörðunin sætir ekki endurskoðun og er ákvörðunin þ.a.l. endanleg innan stjórnsýslunnar.

Ég bendi þó á að innan stjórnsýslunnar getur hver sá sem telur að stjórnvald hafi á sér brotið borið fram kvörtun við Umboðsmann Alþingis sem hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Álit hans eru þó ekki bindandi gagnvart stjórnvöldum og getur hann ekki ógilt ákvarðanir stjórnvalda. Þetta er því ekki kæruréttur.“

Frístundastarf sem bætir líf stúlkunnar

Móðirin ritaði pistil fyrir nokkrum dögum um málið þar sem kemur fram með áhrifamiklum hætti hvað starfið í Vopnabúrinu hefur verið dóttur hennar mikils virði en barnið stríðir við mjög alvarlegan kvíða og getur ekki tekið þátt í hópastarfi þrátt fyrir mikinn vilja til þess. Meðal annars af ótta við að dóttir hennar lendi í mjög alvarlegum vanda síðar á unglingsárunum hefur móðrin kostað til miklu fé svo hún fengi að njóta frístundastarfs sem sniðið er að þörfum hennar. Henni svíður því að dóttir hennar njóti ekki frístundastyrks sem virðist standa flestum börnum sem taka þátt í íþrótta- eða tómstundastarfi til boða.

Hér má lesa reglur Kópavogsbæjar um frístundastyrki

Umræddur pistill móðurinnar birtist hér afritaður að neðan, með góðfúslegu leyfi hennar:

„Þrettán ára gömul dóttir okkar er heltekin kvíða. Skóla- og félagsforðun hennar hefur aukist jafnt og verulega seinustu tvö árin og er nú orðin svo alvarleg að á þessu skólaári hefur hún mætt í skólann í einn heilan skóladag. Flesta daga liggur hún í rúminu og fæst ekki út. Takist að koma henni í skólann, strýkur hún heim eða læsir sig af.

Að horfa upp á barnið sitt í þessari stöðu er sálarkvöl. Hennar nám er í uppnámi og félagsþroska hennar fer aftur. Óttinn við að hún muni ánetjast fíkniefnum eða valda sjálfri sér skaða er mikill.

Hún sækir ekki skóla eða tómstundir ef þar eru fleiri börn og hefur því ekki getað stundað neinar íþróttir eða aðrar tómstundir í nokkur ár. Viljinn er til staðar, en þegar kemur að því að mæta þá þorir hún ekki inn.

Í júní fundum við loksins, loksins tómstundarstarf sem hentar henni, þótt það var jú, í dýrari kantinum. Um er að ræða sjálfsstyrkjandi og einstaklingsmiðað tómstundastarf, sem vinnur með þá styrkleika sem barnið hefur og áhugasvið þess. Það getur verið listsköpun, líkamsrækt, útivist, förðun eða nánast hvað sem er sem hægt er að rækta barnið með og auka virkni þess. Þetta er nýlegt verkefni sem kallast Vopnabúrið. Barnið fær einstaklingstíma og greitt er 16.000 kr fyrir hverja klukkustund.

Margt breyttist eftir að Vopnabúrið kom til sögunnar. Það varð raunveruleg breyting á líðan stúlkunnar meðan hún sótti Vopnabúrið. Hún hlakkaði til að fara, naut þess að vera þar og var ánægð að loknum tíma.

Frá miðjum júní til loka september (í um 16 vikur) sótti hún reglulega tíma í Vopnabúrið. Heildarkostnaður á þessum 16 vikum nam 807.525 kr, en þá var kostnaður við tómstundarstarf barnsins farinn að hafa veruleg neikvæð áhrif á heimilishald og þurfti þar við að sitja.  Kópavogsbær veitir börnum árlegan frístundastyrk sem nemur nú 51.500 kr – en neitar að greiða okkur þennan styrk!

Þótt frístundastyrkurinn sé aðeins brot af þeim heildarkostnaði sem hennar frístundastarf kostaði, þá höfum við nú samt rétt á styrknum eins og aðrir Kópavogsbúar.

Um úthlutun frístundastyrksins gildir: „Námskeið þarf að ná samfellt yfir 10 vikur“

Í augum deildarstjóra íþróttadeildar Kópavogsbæjar er engin leið til að koma Vopnabúrinu fyrir í þessari romsu um úthlutun frístundastyrks, vegna þess að greitt var fyrir klukkustundir eftirá (mánuð í senn), en ekki 10 vikur fyrirfram.

Að öllu leyti uppfyllir Vopnabúrið reglur um frístundastyrkinn, sér í lagi meginmarkmið hans! Þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir og símtöl til bæjarins er lokasvarið „computer says no“!

Kópavogsbær virðist hér beita sér gegn því að greiða út frístundastyrk til foreldra sem hafa vissulega rétt á honum, með þeim einu rökum að tölvukerfi bæjarins er ekki nógu gott.

Nú spyr ég: Er þetta annars ágæta kerfi bara fyrir börn sem æfa fótbolta eða fara í myndlistarskólann? Eða er frístundastyrkur til að greiða niður þá frístund sem hentar hverju barni?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað