Ný leið til þess að fagna í Valorant

Nýr viðburður í Valorant hófst í dag sem geimlegt víxlverkefni og felur í sér nýja leið fyrir leikmenn til þess að fagna komu Perlunnar.

Leikmenn fá sérstakan bardaga- eða víxlverkefnapassa frítt og tengist fyrsta hluta fimmta þáttar Valorant og gildir passinn fram að 13. júlí.

Passinn felur í sér sjö reynsluþrep, tvo titla, þrjú leikmannaspil og tvö Radianite reynsluþrep.

Titlarnir sem fást eru Dimensional og Double Agent en leikmannaspilin þrjú eru Omen, Killjoy & Raze og Valorant Legion. Hér að neðan má sjá mynd af leikmannaspilunum.

Hér má sjá þrjú ný leikmannaspil í Valorant. The Valorant …
Hér má sjá þrjú ný leikmannaspil í Valorant. The Valorant Legion var hannað af Jim Lee. Friendly Fire: Killjoy and Raze var hannað af Amanda Conner. Omen var hannað af Ken Lashley. Grafík/Riot Games

Sagan verður innihaldsmeiri

„Víxlverkefnapassinn var hannaður sem leið fyrir leikmenn til þess að fagna nýja kortinu, Perlunni, og vekja athygli á dýpri frásögnum af alheiminum okkar. Við vildum búa til leið fyrir leikmenn til þess að minnast þess þegar Valorant fór inn í speglaheiminn í fyrsta skiptið,“ segir í tilkynningu frá Riot Games.

„Til þess að sameina þessa heima, fengum við reynslubolta í geiranum, eins og Jim Lee, og fjölbreyttan hóp listamanna til þess að hanna sláandi leikmannaspil í teiknimyndasöguþema, sem gefur hverju spili sinn eigin persónuleika.“

Teiknimyndablöð lykilatriði

Teiknimyndasöguverslunin í stuttmyndinni „Shattered“,sem Riot Games birti í gær má sjá forsíðu nokkurra teiknimyndablaða og spila þau ásamt versluninni hlutverk í sögu Valorant.

Hægt er að horfa á Shattered hér að ofan en vert er að nefna að verslunina er einnig að finna í Perlunni.

Forsíður tveggja teiknimyndablaða í Valorant. Belen Ortega hannaði Alpha Threat …
Forsíður tveggja teiknimyndablaða í Valorant. Belen Ortega hannaði Alpha Threat og Ken Lashley hannaði War Dawgs. Grafík/Riot Games

Gæti orðið miklu stærra

Hér að ofan má sjá mynd af forsíðu teiknimyndablaðanna War Dawgs og Alpha Threat. Belen Ortega hannaði Alpha Threat og Ken Lashley hannaði War Dawgs.

„Þegar við áttuðum okkur á því að forsíður teiknimyndablaðanna gætu líka hluti af félagslegri herferð, eins og bardagapassa-efni, eða jafnvel á PERLUNNI sjálfri - vissum við að þarna var eitthvað stærra tækifæri,“ segir Mike Berry, myndbandsstjóri hjá Riot Games.

Erum á gullöldinni

Að lokum segir frásagnarhöfundurinn Shannon Eric Denton að „við séum á skemmtilegri gullöld þar sem hægt er að spila uppáhalds persónurnar sínur í tölvuleikjum og séð þær á forsíðum teiknimyndablaða og fleira“.

„Þetta er frábær tími til þess að vera aðdáandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert