Ónæmið endist mánuðum saman

Rannsóknin hófst í lok apríl. Eins og margir aðrir vísindamenn …
Rannsóknin hófst í lok apríl. Eins og margir aðrir vísindamenn komst hópurinn að því að mikið mótefni við kórónuveirunni finnst í fólki stuttu eftir að það smitast en magn mótefnis hrynur eftir stuttan tíma. AFP

Þrjár nýjar rannsóknir sýna fram á að ónæmi fyrir kórónuveirunni (SARS-CoV-2) endist mánuðum saman og jafnvel lengur. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að margir, ef ekki flestir, þeirra sem jafna sig á COVID-19 séu ónæmir fyrir veirunni í einhvern tíma eftir á. 

Sömuleiðis benda niðurstöðurnar til þess að bóluefni ættu að geta varið fólk fyrir smiti í meira en nokkrar vikur. 

Niðurstöður einnar rannsóknarinnar eru á þann veg að fólk sem smitast af kórónuveirunni framleiði mótefni gegn sýkingu sem endist í að minnsta kosti fimm til sjö mánuði. 

„Einn af þátttakendum rannsóknarinnar smitaðist fyrir sjö mánuðum síðan og þó nokkrir þátttakendur smituðust fyrir fimm til sjö mánuðum síðan,“ sagði Deepta Bhattacharya, ónæmislíffræðingur við læknaháskólann í Arizona í samtali við CNN.

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að mótefni endist í að minnsta kosti 5-7 mánuði eftir að einstaklingur sýkist af SARS-CoV-2,“ skrifaði rannsóknarteymið meðal annars í skýrslu sem birtist í tímaritinu Immunity í gær, þriðjudag. 

Enn ónæm, 17 árum síðar

Rannsóknin hófst í lok apríl. Eins og margir aðrir vísindamenn komst hópurinn að því að mikið mótefni við kórónuveirunni finnst í fólki stuttu eftir að það smitast en magn mótefnis hrynur eftir stuttan tíma. 

En sögunni lýkur ekki þar heldur benda rannsóknirnar til þess að frumubundið ónæmi taki við af mótefninu. Kórónuveiran sem nú hefur ferðast um allan heim hefur einungis verið á meðal fólks í minna en ár svo það mun taka lengri tíma að vita hversu lengi ónæmið endist. 

„Að því sögðu vitum við að fólks sem smitaðist af fyrstu SARS kórónuveirunni, sem er líklegas sú veira sem er líkust SARS-CoV-2, er enn ónæmt fyrir veirunni 17 árum eftir smit,“ sagði Bhattacharya. Líkur séu á að ónæmi fyrir kórónuveiruni sem smitast nú á milli fólks sé með svipuðum hætti og það fyrir fyrstu SARS kórónuveirunni.

„Ef svo er gerum við ráð fyrir því að mótefni endist í að minnsta kosti tvö ár og það væri ólíklegt að það myndi endast eitthvað mikið styttra.“

Frétt CNN í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert