„Ekki sama hrútafýluauglýsingin og í fyrra“

Nadía Atladóttir, fyrirliði Víkings úr Reykjavík í auglýsingunni í ár.
Nadía Atladóttir, fyrirliði Víkings úr Reykjavík í auglýsingunni í ár. Ljósmynd/Skjáskot

Í nýrri auglýsingu fyrir Bestu deildirnar í knattspyrnu karla og kvenna er gert grín að auglýsingu síðasta árs, þar sem hallaði töluvert á leikmenn og þjálfara kvennaliðanna.

Auglýsing síðasta árs sætti töluverðri gagnrýni vegna þess og þar á meðal bentu Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna á að einungis 12 prósent leikmanna eða þjálfara í henni hafi tengst Bestu deild kvenna.

Í auglýsingunni í ár kynnir Guðmundur Benediktsson knattspyrnulýsandi nýliða deildanna snemma í auglýsingunni. Þar gera nýliðar ÍA karlamegin sig klára en þá grípur Nadía Atladóttir, fyrirliði nýliða Víkings úr Reykjavík, inn í og segir við Skagamenn:

„Hey, rólegur tjokkó. Hann er að tala um okkur. Þetta verður ekki sama hrútafýluauglýsingin og í fyrra.“

Auglýsinguna fyrir Bestu deildirnar í ár má sjá með því að smella á hlekkinn fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert