Erlent

Leyniskjöl Trump finnast ekki

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki

Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl.

Fram hefur komið að Trump hafði með sér fjölda leynilegra skjala sem tilheyra alríkisstjórninni þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Í vikunni greindi CNN frá því að upptaka sem gerð var sumarið 2021 sé í andstöðu við þær skýringar hans að búið hefði verið að aflétta leynd af öllum skjölunum með almennri skipun.

Fljótlega eftir að upptakan var gerð opinber kröfðust saksóknarar skjalanna sem hann minntist á. Í umfjöllun New York Times segir að lögfræðiteymi forstans fyrrverandi hafi gefið dómsmálaráðuneyti þær skýringar að umrædd skjöl hafi ekki fundist hjá Trump. 

Á fyrrnefndri upptöku heyrist Trump viðurkenna að hafa hangið á leynilegum skjölum frá varnarmálaráðuneytinu um mögulega árás á Íran.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×