Aftur heim í Breiðablik

Þórdís Hrönn SIgfúsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Breiðablik.
Þórdís Hrönn SIgfúsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Breiðablik. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik og skrifar hún undir tveggja ára samning við félagið.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Þórdís kemur til félagsins frá KR þar sem hún lék á síðustu leiktíð.

Þórdís, sem er 27 ára gömul, á að baki 115 leiki í efstu deild með Breiðabliki, Stjörnunni, Þór/KA og KR þar sem hún hefur skorað 23 mörk.

Þá á hún að baki tvo A-landsleiki og 29 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands en hún hefur einnig leikið með sænsku liðunum Kristianstad og Älta í atvinnumennsku.

Við bjóðum Þórdísi Hrönn velkomna í græna búninginn á nýjan leik og óskum henni og Blikum til hamingju með þessa frábæru viðbót í leikmannahópinn,“ segir í tilkynningu Blika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert