Nú er að duga eða drepast

Karl Friðleifur Gunnarsson í leik með Gróttu gegn Fjölni í …
Karl Friðleifur Gunnarsson í leik með Gróttu gegn Fjölni í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er fyrst og fremst ánægður með stigið og að ná að þrauka út, úr því sem komið var,“ sagði markaskorarinn Karl Friðleifur Gunnarsson eftir 1:1-jafntefli Gróttu gegn KR á Meistaravöllum í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu í dag.

Þessi nágrannafélög voru að mætast í efstu deild í fyrsta sinn og voru ríkjandi Íslandsmeistarar KR sigurstranglegir fyrir leik. Gróttumenn nældu hins vegar í jafntefli, þrátt fyrir að hafa leikið manni færri í rúman hálfleik. „Auðvitað er svekkjandi að ná ekki í sigur, við förum í alla leiki til að vinna,“ bætti Karl við en hann kom Gróttu í forystu snemma í síðari hálfleik.

Grótta er áfram í fallsæti, sjö stigum frá því að geta bjargað sér. Átta stig eru svo í lið KA en það er einmitt næsti leikur, á Seltjarnarnesinu á sunnudaginn. Gróttumenn verða einfaldlega að taka sigur þar. „Við munum gefa allt í þann leik, nú er það einfaldlega að duga eða drepast,“ sagði Karl Friðleifur í samtali við mbl.si.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert