Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 12:06
Elvar Geir Magnússon
Fjölskylda Sterling varð ekki var við innbrotsþjófana
Unnusta Sterling og börn hans mættu á leik Englands gegn Íran á HM í Katar en eru komin heim til Englands.
Unnusta Sterling og börn hans mættu á leik Englands gegn Íran á HM í Katar en eru komin heim til Englands.
Mynd: Getty Images
Lögreglan hefur gefið það út að engin ógnandi hegðun eða hótanir hafi átt sér stað í innbrotinu á heimili Raheem Sterling. Í yfirlýsingu kemur fram að fjölskyldumeðlimir hafi ekki komist að því að brotist hafi verið inn fyrr en þeir sáu að verðmætir hlutir voru horfnir.

Paige Milian, unnusta Sterling, var heima með ung börn en uppgötvaði ekki að brotist hefði verið inn fyrr en hún tók eftir að búið var að ræna rándýrum úrum og skartgripum.

Rannsókn stendur yfir en Sterling, sem er leikmaður Chelsea, yfirgaf herbúðir enska landsliðsins í Katar og hélt til Englands. Hann var ekki í leikmannahópnum í 3-0 sigrinum gegn Senegal í gær.

Gefið var út að hann væri ekki með af fjölskylduástæðum en óvíst er hvort hann verði mættur aftur í enska hópinn fyrir leikinn gegn Frakklandi á laugardagskvöld.

Gareth Southgate landsliðsþálfari Englands segir að það hafi verið forgangsmál hjá Sterling að vera með fjölskyldu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner