Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna

Rík­is­sátta­semj­ari fyr­ir­skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir lýsti hann því hins veg­ar yf­ir að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. Tíma­lína at­burða er rak­in hér.

<span>Ríkissáttasemjari:</span> Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
Segir afstöðu SA fráleita Sólveig Anna segir þá afstöðu Samtaka atvinnulífsins að um leið og miðlunartillaga sé komin fram sé jafnframt komin á friðarskylda ótrúlega langsótta. Mynd: Bára Huld Beck

Efling hefur engin svör fengið frá ríkissáttasemjara við ítrekuðum kröfum sínum um að fá afhent þau gögn og yfirlit um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Hið sama er að segja um ítrekuð erindi til félags- og vinnumarkaðsráðherra er lúta að stjórnsýslukæru Eflingar og þeirrar kröfu að réttaráhrifum miðlunartillögu ríkissáttasemjara verði frestað meðan stjórnsýslukæran er til meðferðar.

Hér að neðan má sjá tímalínu atburða í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með aðkomu ríkissáttasemjara.

Fyrirmæli urðu að tilmælum og svo að aðfararbeiðni

Í bréfi Eflingar til ríkissáttasemjara þar sem kröfur stéttarfélagsins voru ítrekaðar og sent var í gær, kemur fram að ríkissáttasemjari hafi birt stéttarfélaginu fyrirmæli 26. janúar þess efnis að láta upplýsingafyrirtækinu Advania í té kjörskrá sína fyrir klukkan 16:00 þann dag. Við því varð Efling ekki. Um hádegisbil daginn eftir barst Eflingu bréf frá ríkisáttasemjara þar sem kemur fram að um „tilmæli“ hafi verið að ræða og ekki hafi verið gert ráð fyrir að félagatal Eflingar yrði afhent embætti ríkissáttasemjara. Embættið hafi ekki ætlað sér að vinna með þær viðkvæmu persónuupplýsingar sem þar kæmu fram heldur hefði verið ráðgert að Efling sjálf bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn sína.

Í bréfi Eflingar segir svo: „Þrátt fyrir þessa breyttu afstöðu, og áður en félaginu gafst nokkuð tækifæri til að bregðast við henni, barst því fyrirkall frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna framkominnar kröfu embættisins þess efnist að kjörskrá félagsins yrði afhent embættinu eða því veittur aðgangur að henni með beinni aðför.“ Í þeirri aðfararbeiðni var miðað við að embættið fengi kjörskránna afhenta og ynni sem ábyrgðaraðili með þær persónuupplýsingar sem hún hefði að geyma. Þá fylgdi með afrit af vinnslusamningi milli Advania og embættisins um vinnslu persónuupplýsinga. Athygli vekur að sá samningur virðist hafa verið undirritaður klukkan 10:23 27. janúar, daginn eftir að ríkissáttasemjari hafði fyrirskipað Eflingu að afhenda kjörskránna til Advania.

Segja mjög nauðsynlegt að réttaráhrifum verði frestað

Efling sendi einnig erindi á félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær. Þar er áréttað að stéttarfélagið telji miðlunartillögu ríkissáttasemjara ólögmæta en engu að síður reyni embættið að þvinga fram kosningu um hana „samkvæmt kosningareglum sem veita kjósentum enga raunhæfa möguleika á því að fella hana“. Því myndu réttaráhrif miðlunartillögunnar óhjákvæmilega fela í sér að þvingaða niðurstöðu kjaradeilunnar, verði þeim ekki frestað meðan tekist er á um lögmæti miðlunartillögunnar.

Í erindinu er farið fram á að ráðuneytið hraði meðferð málsins, enda sé það í hendi þess. Ríkir hagsmunir séu þar í húfi.

„Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir við Heimildina að engin svör hafi borist, hvorki frá ríkissáttasemjara né frá félags- og vinnumálaráðherra. „Hann [ríkissáttasemjari] hefur móttekið þetta, hann móttók líka fyrri kröfur, en það hafa engin svör komið. Þegar ég sendi ítrekun á ríkissáttasemjara í gær þá lét ég afrit fylgja á umboðsmann alþingis einnig. Við höfum heldur ekki fengið nein svör frá ráðuneytinu vegna stjórnsýslukærunnar og við ítrekuðum hana í gær.“

Sólveig Anna segir að nú sé verið að undirbúa vörn Eflingar, bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og fyrir félagsdómi. „Þetta er algjörlega fráleitt. Sú afstaða sem Samtök atvinnulífsins setja fram í stefnu sinni er að um leið og ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sé komin friðarskylda. Þar með sé vinnudeila ekki lengur í gangi og af því leiði að við megum ekki fara í verkföll, að við megum ekki láta kjósa og ekki ganga til atkvæða um verkföll. Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt.“

Tímalína

Atburðarásin í kjaradeilu Eflingar og SA

10. janúar 2023

Efling slítur viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

22. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir verkfallsboðun félagsmanna sem starfar hjá Íslandshótelum.

26. janúar 2023

Eflingu birt ákvörðun ríkissáttasemjara um framlagningu miðlunartillögu. Eflingu jafnframt birt fyrirmæli um að afhenda Advania kjörskrá fyrir klukkan 16:00.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari kynnir framlagningu miðlunartillögunnar á blaðamannafundi.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari vísar fullyrðingum Eflingar um ólögmæti miðlunartillögunnar á bug.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari ítrekar fyrirmæli um afhendingu kjörskrár. Eflingu veittur frestur til 20:00

26. janúar 2023

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

27. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína um að fá afhentar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara.

27. janúar 2023

Vinnslusamningur milli Advania og ríkissáttasemjara undirritaður.

27. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í samtali við Heimildina að félagið muni ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína.

27. janúar 2023

Ríkissáttasemjari sendir Eflingu bréf þar sem sagt er að um tilmæli hafi verið að ræða er varðar afhendingu kjörskrár. Ekki hafi verið ráðgert að félagatal yrði afhent embætti ríkissaksóknara heldur hefði verið ráðgert að félagið sjálft bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn.

27. janúar 2023

Eflingu berst fyrirkall frjá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta með aðfararbeiðni.

28. janúar 2023

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á Íslandshótelum hefst.

30. janúar 2023

Fyrirtaka aðfararbeiðnar ríkissáttasemjara fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eflingu veittur frestur til 3. febrúar til að skila greinargerð um varnir sínar í málinu.

30. janúar 2023

Efling leggur fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar og krefst þess að hún verði felld úr gildi. Þess er krafist að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan að stjórnsýslukæran er til meðferðar.

30. janúar 2023

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum samþykkja verkfall.

31. janúar 2023

Eflinga ítrekar kröfu sína um að fá afhent gögn og upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að miðlunartillagan var lögð fram.

31. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína til félags- og vinnumarkaðsráðherra um að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan stjórnsýslukæra er til meðferðar.

31. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir að boða til verkfalla félagsmanna á Berjaya hótelkeðjunni, á Reykjavík Edition hótelinu, hjá vörubifreiðastjórum Samskipa og hjá starfsmönnum Oludreifingar og Skeljungs.

31. janúar 2023

Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanir hefjast og eiga að standa til klukkan 18:00 7. febrúar. Ef þær verða samþykktar hefjast verkföll 15. febrúar.

31. janúar 2023

Samtök atvinnulífsins stefna Eflingu fyrir félagsdóm vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfall á Íslandshótelum.

31. janúar 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

31. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendir forsætisráðherra bréf þar sem hún óskar eftir fundi og að forsætisráðherra deili með henni þeirri ráðgjöf sem hún segist hafa fengið um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé lögleg.

3. febrúar 2023

Stefna Samtaka atvinnulífsins fyrir félagsdómi tekin til meðferðar.

3. febrúar 2023

Málflutningur fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um aðfararkröfu ríkissáttasemjara á hendur Eflingu.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • S
    skalp skrifaði
    Þessi umfjöllun virðist fyrst og fremst byggð á samskiptum við formann Eflingar. Mótrök annarra aðila málsins ekki tíunduð.
    -2
  • Rögnvaldur Óskarsson skrifaði
    Gott hjá Sólveigu Önnu að kalla Katrínu Jakobs á teppið og krefjast skýringa á orðum hennar um sérfræðinga í miðlunartilögum.
    2
  • Svokallaður sáttasemjari hefur ekkert boðvald yfir Eflingu og skipanir hans um afhendingu gagna í eigu Eflingar eru fullkomlega marklausar. Svo er það Efling sem á að bera samþykktir, tillögur, samninga, ofl. undir sína félagsmenn en ekki einhver sjálfskipaður einræðisherra úti í bæ.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu