Ekki hægt að kaupa diskinn lengur

Miklar væntingar voru fyrir leiknum.
Miklar væntingar voru fyrir leiknum. Skjáskot/Nintendo

Þegar einstaklingar kaupa sér leikinn LEGO 2K Drive fyrir Nintendo Switch tölvuna má búast við því að kassinn innihaldi einungis kóða ekki disk eins og venjulega. Hægt er að kaupa leikinn í tölvuleikjabúðum sem og netverslunum en þeir sem kjósa fremur að eiga diskana sjálfa hafa gripið í tómt.

Einungis kóði í kassanum

Samkvæmt upplýsingum frá tölvuleikjabúðum víða um heim má sjá að varað er við því að engan disk sé að finna í kassanum utan um leikinn.

Ekki er ljóst hvers vegna framleiðandinn 2K kaus að fara þessa leið en nokkrir aðdáendur leiksins halda því fram að það sé vegna þess að Nintendo Switch tölvan styður verr leiki af diskum en leiki sem keyptir eru í vefversluninni. 

Reddit-notandinn Farblex segir í athugasemd á Reddit-síðu að „2K sé mjög pirrandi þegar kemur að því að framleiða leiki fyrir Nintendo Switch, ég hef áður sleppt því að kaupa leik frá þeim því fyrirtækið sleppti því að selja leikinn annarsstaðar en í vefverslun Nintendo“.

Margir velta því fyrir sér hvers vegna 2K sé að eyða pening og tíma í að framleiða þetta plastbox utan um kóðann ef hægt væri að sleppa því alfarið. Leikurinn hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem spilarar höfðu fyrir útgáfu en leikurinn fékk 3 stjörnur af 5 mögulegum á borðtölvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert