Landsliðskonan framlengir

Elín Klara Þorkelsdóttir
Elín Klara Þorkelsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka í handbolta, framlengdi samning sinn við félagið í gær.

Hún skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið en hún hefur verið lykilleikmaður liðins síðustu ár þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul.

Hún var valin besti leikmaður úrvalsdeild kvenna á síðasta ári og kjörin íþróttakona Hafnafjarðar á síðasta ári.

Elín Klara lék með A-landsliði Íslands kvenna nú á dögunum í sigurleikjum gegn Lúxemborg og Færeyjum. Með þessu tryggði landsliðið sig inn EM sem fer fram í lok þessa árs.

Haukar fagna áframhaldandi veru Elínar Klöru hjá félaginu en það er liður félagsins í að efla meistaraflokk kvenna í baráttunni um þá titla sem í boði eru,“ stóð í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert