UNICEF varar við afleiðingum árásar á Rafah

AFP/Mohammed Abed

UNICEF á Íslandi og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa varað við hvaða áhrif árás Ísraelsher á Rafah kunni að hafa á 600 þúsund börn sem þar hafast nú við. Áætlað er að um 1,2 milljón manna séu nú í Rafah, þar af helmingur börn. Fyrir stríðið bjuggu um 250 þúsund manns á Rafah.

Í tilkynningu UNICEF á Íslandi segir að „ Í ljósi þess fjölda barna sem nú er í Rafah, hversu hörð hugsanleg árás þar yrði og hversu hættulegar hugsanlegar rýmingarleiðir úr borginni eru, er ljóst að lítið skjól og þjónusta er á svæðinu fyrir börn.“ Þá varar UNICEF einnig við að árás á svo mikið þéttbýli myndi leiða til mikils mannfalls almennra borgara og eyðileggingu á þá fáu innviði sem eftir standa.

Ísraelsher hefur varað við yfirvonandi árás á Rafah og ráðleggur íbúum að yfirgefa svæðið áður en hernaðaraðgerðir hefjast.

Í tilkynningu frá UNICEF er einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, að öllum gíslum verði sleppt úr haldi og að tafarlaust stopp sé gert á öllum mannréttindabrotum gegn börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert