fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Essien fyrrum knattspyrnumaður frá Ghana hefur mátt þola mikið skítkast í heimalandinu, ástæðan er opinberlegur stuðningur hans við baráttu samkynhneigðra.

Essien átti magnaðan feril sem leikmaður en hann lék lengi vel með Real Madrid og Chelsea og gerði vel.

Essien lék 58 landsleiki fyrir Ghana en hann vildi styðja baráttu við samkynhneigðra með færslu á Instagram. „Ghana styður jafnrétti, við sjáum ykkur og styðjum ykkur,“ skrifaði Essien og studdi við LGBTQIA samfélagið í Ghana.

Færslan sem Essien eyddi

Essien eyddi færslunni skömmu síðar eftir að hafa fengið mikið skítkast fyrir að styðja við baráttu samkynhneigðra.

Nana Akufo-Addo forseti Ghana sagði á dögunum að hjónabönd samkynhneigðra yrðu aldrei leyfð í valdatíð hans. Nokkuð stór hópur af fólki í Ghana er alfarið á móti samkynhneigð og vildi Essien að lokum ekki taka þátt í að rugga þeim bát að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“