Magnús Davíð vill leiða Norðvesturkjördæmi

Magnús Davíð Norðdahl.
Magnús Davíð Norðdahl. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Þetta segir í tilkynningu frá Magnúsi. 

Í tilkynningunni segir að á starfsferli Magnúsar sem sjálfstætt starfandi lögmaður hafi hann sinnt fólki sem hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum. Beri þar hæst störf hans í þágu hælisleitenda. 

„Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd,“ segir Magnús. 

Magnús átti sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert