Reynum að vera áfram léttir og ljúfir og berjast saman

Rúnar Kárason brýst í gegnum vörn Hauka í öðrum leik …
Rúnar Kárason brýst í gegnum vörn Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins á Ásvöllum á þriðjudagskvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum mjög vel upplagðir. Við drifum okkur heim eftir leikinn á þriðjudag. Blessunarlega komumst við heim, það var mikill sjór en flestir náðu að sofa vel í skipinu. Síðan er þetta bara búið að vera mjög hefðbundið hjá okkur.

Við tókum góða æfingu í gær [í fyrradag] og endurheimt. Svo er vídeófundur og handbolti í dag [í gær]. Það er líka mikil samvera hjá okkur og góð stemning í hópnum. Við ætlum að halda áfram að gera vel,“ sagði Rúnar Kárason, stórskytta hjá ÍBV, í samtali við Morgunblaðið.

Þriðji leikur liðsins gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa, leiðir því 2:0 í einvíginu og getur með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Stutt í skítinn

Spurður hvað hafi lagt grunninn að sigrum Eyjamanna í einvíginu til þessa sagði Rúnar:

„Það er bara óbilandi trú held ég. Við vitum að það þarf að hafa fyrir hlutunum. Við erum allir alveg meðvitaðir um það að það er stutt í skítinn ef maður er ekki á fullu. Við erum gott lið en við erum sérstaklega gott lið þegar við erum 100 prósent.

Svo er búin að myndast ótrúlega góð liðsheild hjá okkur. Við treystum orðið svo vel hver á annan og höfum óbilandi trú á því að við getum gert þetta og farið alla leið saman. Það er okkar sterkasta vopn finnst mér, þessi samheldni og gleði í hópnum.“

Viðtalið við Rúnar má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert