Vinna hafin við að lagningu gervigrass á KA-svæðinu

Úr leik KR og KA fyrr í vor.
Úr leik KR og KA fyrr í vor. mbl.is/Óttar Geirsson

Þrátt fyrir að nánast allt hafi verið hvítt þegar Akureyringar vöknuðu í morgun hófst vinna við gervigraslagningu á KA-svæðinu í dag.

Það er akureyri.net sem greinir frá en þar kemur einnig fram að ekki sé á hreinu hvenær hægt verði að klára verkið vegna kuldaspár næstu daga. Hitastigið skiptir máli fyrir undirlag gervigrassins.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA segir líklegt að fyrsti leikur liðsins á vellinum verði gegn Fram þann 16. júní. 

KA mætir FH á Dalvíkurvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðið hefur byrjað mótið mjög vel og situr í öðru sæti deildarinnar með 10 stig. 

Ljóst er miðað við þessa stöðu að KA mun leika fjóra fyrstu heimaleikina á Dalvíkurvelli en Akureyrarliðið á heimaleik gegn Stjörnunni 21. maí. KA hefur þegar leikið gegn bæði Leikni R. og Keflavík á Dalvíkurvelli.

KA-svæðið á Akureyri. Þarna má sjá nýja gervigrasið í hvítum …
KA-svæðið á Akureyri. Þarna má sjá nýja gervigrasið í hvítum rúllum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert