Uppsöfnuð úrkoma er spáð mikil á Suður- og Suðausturlandi, um 399 mm á 66 klukkustundum á Mýrdalsjökli, yfir 400 á Öræfum og einnig mikið austan Vatnajökuls. Á vef ofanflóðsvaktarinnar segir að þetta úrkomumagn teljist ekki talsvert en að sterkir vindar eigi að fylgja þessu veðri og því geti úrkomumagn verið mikið í hlíðum áveðurs.
Á Ströndum er uppsöfnuð úrkoma 129 mm fram á miðnætti en samfara því eykst hætta á skriðum og grjóthruni í bröttum hlíðum. Aukin skriðuhætta getur varað eftir að mesta rigning er búin.
„Því er ráðlagt að sýna aðgát næstu daga á þekktum skriðusvæðum,“ segir á vef ofanflóðsvaktarinnar.
Fregnir hafi þegar borist af skriðu sem fór yfir veg 643 í Reykjarfirði og einnig hefur vegur farið í sundur í Veiðileysufirði.
Veðurstofan hvetur fólk sem verður skriðu var að senda ábendingu í síma eða með skráningarformi á vef Veðurstofunnar.