Tilkynnt um aukaverkun hjá 34 ungmennum

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lyfjastofnun hafa borist 34 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar við Covid-19 í aldurshópnum 12-15 ára. Alls hafa 268 tilkynningar borist vegna gruns um alvarlega aukaverkun í öllum aldurshópum frá því bólusetningar hófust fyrir rúmu ári síðan.

Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar.

Þar kemur enn fremur fram að orsakasamband við bóluefnin hafi ekki verið staðfest.

Flestar tilkynningarnar, 131, varða bóluefni Pfizer en langflestir hafa verið bólusettir með því eða alls 156 þúsund einstaklingar.

82 tilkynningar bárust vegna AstraZeneca, 37 vegna Moderna og 18 vegna Janssen.

Alls varða 35 tilkynninganna andlát en 24 af þeim voru aldraðir einstaklingar og 17 þeirra með undirliggjandi sjúkdóma. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert