Safna fé til að kaupa hús Tolkiens

Höfundurinn J.R.R. Tolkien á góðri stundu. Hann lést árið 1973.
Höfundurinn J.R.R. Tolkien á góðri stundu. Hann lést árið 1973. AFP

Gandálfur og Bilbó Baggi eru á meðal þeirra sem stofnað hafa til hópfjármögnunar til að kaupa fyrrum heimili J.R.R. Tolkiens, höfundar Hringadróttinssögu.

Eða að minnsta kosti leikararnir sem hafa leikið þá félaga í kvikmyndum Peters Jackson, þeir Ian McKellen og Martin Freeman.

Vonast þeir til að hægt verði að breyta húsinu í safn til heiðurs rithöfundinum, náist að safna 4,5 milljónum punda eða sem nemur um 760 milljónum íslenskra króna.

„Að safna 4,5 milljónum punda á þremur mánuðum er risavaxin áskorun,“ segir breski rithöfundurinn Julia Golding, sem fer fyrir átakinu, í yfirlýsingu.

„Hins vegar, þá þurfum við aðeins að horfa til ferðalags þeirra Fróða og Sáms, frá Rofadal til Dómsdyngju – sem tók þennan sama tíma – og við fyllumst innblæstri um að við getum gert þetta líka!“

Ekkert safn tileinkað Tolkien

Húsið, sem stendur við Norðurmýrarveg í Öxnafurðu, er umlukið stórum garði og innan veggja þess leynast sjö svefnherbergi. Það er því töluvert rýmra en Baggabotn, heimili Bilbós, sem sjálfur var þó ekkert slor.

Tolkien flutti þangað með fjölskyldu sína árið 1930 og bjó þar í sautján ár, á meðan hann gegndi stöðu prófessors við Oxford-háskóla.

Þar skrifaði hann Hobbitann og megnið af Hringadróttinssögu.

Þrátt fyrir heimsfrægð og óumdeilanleg áhrif á veröld bókmenntanna er enn ekkert safn sem tileinkað er höfundinum, hvorki í Bretlandi né annars staðar. Þessu vill hópurinn breyta og safnar því fé á vefnum www.projectnorthmoor.org.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson