Miðaverð á tónleika Bó hækkar

ljósmynd/Sveinn Speight

Áður auglýst miðaverð á Jólagesti Björgvins 2020 mun hækka um 936 krónur vegna laga um virðisaukaskatt. Miðinn hafði verið auglýstur á 3.900 krónur en eftir ítarlega skoðun á skattalögum kom í ljós að tónleikar í beinu streymi eru skilgreindir sem streymisþjónustur á borð við YouTube, Spotify og Netflix. Miðinn mun því kosta 4.836 krónur. 

Jólagestir Björgvins fara fram þann 19. desember og verður streymt beint frá Borgaleikhúsinu.

Tónleikahald, tónlistarmenn, leikarar og mestallur menningargeirinn er undanþeginn vaski en sú undanþága er s.s. ekki lengur til staðar, nú þegar allur geirinn vinnur að því hörðum höndum að færa sig yfir í streymislausnir um ófyrirsjáanlega framtíð,“ segir í tilkynningu frá Senu. 

Í tilkynningunni kemur einnig fram að þessi skilgreining á beinu streymi listamanna komi mjög illa við greinina þar sem streymi sé þeirra eina „líflína“ í kórónuveirufaraldrinum. Einnig er bent á að þessi skilgreining henti fyrirtækjum betur en einstaklingum.

Og þá er komin upp sú staða að verð fyrir fyrirtæki og einstaklinga er í raun ekki það sama. Flest venjuleg fyrirtæki í rekstri fá innskattinn endurgreiddan og borga því í raun aðeins 3.900 kr. Viðbrögð fyrirtækja hafa hingað til verið gríðarlega góð og fjölmörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að kaupa miða fyrir allt sitt starfsfólk, þrátt fyrir að við séum ekki búin að hefja beinar auglýsingar eða miðasölu og höfum ekki einu sinni staðfest miðaverðið fyrr en nú,“ segir í tilkynningunni.

Þá er því einnig heitið að ef ríkisstjórn bregðist hratt við þessu neyðarástandi og breyti lögunum áður en virðisaukaskattinum er skilað til ríkisins þá verði 936 krónurnar endurgreiddar miðakaupendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler