fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Lögregla á vettvang vegna erfiðra hótelgesta

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 07:28

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók lögreglu sem greinir frá atburðum seinasta kvölds og nætur kemur fram að lögregla hafi heimsótt 16 skemmtistaði til að hafa aðhald með gildandi sóttvarnarreglum. Fram kemur að á flestum stöðum hafi ástandið verið gott, ein á einum stað hafi allt of margir gestir verið viðstaddir og ekki unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli ótengdra hópa. Það sé nú rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir.

Athygli vekur að á Lögreglustöð 1. sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes hafi öll skráð atvik átt sér stað á milli tíu og ellefu um kvöldið. Fyrst hafi það verið fíkniefna og umferðarlagabrot, annað brotið hafi einnig varðað fíkniefni, það þriðja varðaði slagsmál, og síðan það fjórða og seinasta, en þar voru einstaklingar á hóteli sem neituðu að yfirgefa það.

Í öðrum hverfum virðist eitthvað hafa verið um að vera. Tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Hafnarfirði, innbrotstilraun í Kópavogi, og innbrotstilraun í Breiðholti. Í síðastnefnda atvikinu hafi einn verið grunaður og handtekinn. Þá virðist umferðaróhapp hafa átt sér stað í Grafarvogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik