Komi fólki til byggða sem festist á Mælifellssandi

Frá vettvangi á Mælifelssandi.
Frá vettvangi á Mælifelssandi. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Suðurlandi komu þremur ferðalöngum við Mælifellssand, rétt norður af Mýrdalsjökli, til bjargar um klukkan níu í kvöld. 

Fólkið hafði fest bíl sinn á svæðinu og óskaði eftir aðstoð neyðarlínu um kvöldmatarleytið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 

Fólkið var á Vesturleið um hálendið þegar bíll þeirra festist í snjó. Lélegt símasamband er á svæðinu og því varð fólkið að ganga nokkurn spöl til að komast í betra samband. 

Þegar samband loks náðist gat fólkið gefið upp staðsetningu sína, enda voru viðbragðsaðilar ekki vissir í fyrstu hvar leita ætti að fólkinu þar sem ekki var vitað hvort þau væru við bílinn eða ekki. 

Björgunarsveitir voru sendar úr tveimur áttum á Mælifellssand þar sem talinn var möguleiki á að leita þyrfti að fólkinu.

Ferðalangarnir fundust um klukkan níu um borð í bílnum og er nú unnið að því að losa bílinn ásamt því að ferja fólkið til byggða í austurátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert