Margt sem mætti ræða betur

Jón Viggó segir að nýja stöðin yrði yfirbyggð og mun …
Jón Viggó segir að nýja stöðin yrði yfirbyggð og mun fínni en sú sem er nú við Dalveg. Samsett mynd

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sorpu bs., finnst mörgu vera hent fram í umræðunni um hugsanlega endurvinnslustöð á lóð Kirkjugarðsins í Leirdal í Kópavogi sem hefði mátt ræða betur.

Segir Jón að endurvinnslustöðin við Dalveg sé gríðarlega mikilvæg stöð. Hún þjónusti mjög marga, sérstaklega í Kópavogi og Garðabæ, og því sé brýnt að finna hentuga stöð sem hagnast íbúum.

„Kópavogur er 40.000 manna samfélag sem hefur þessa gríðarlegu þjónustuþörf og endurvinnslustöðvarnar eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í því að koma hringrásarhagkerfinu af stað,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

„Það eru 26% íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem nýta sér endurvinnslustöðina. Um 90% Kópavogsbúa og 70% Garðbæinga,“ segir hann og bætir við að það sé ljóst að ef loka á Dalveginum án þess að eitthvað annað komi í staðinn færist þunginn yfir á aðrar stöðvar.

Ekki bara einhverjir bláir gámar

Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs kveðast afar ósáttir með tillögu starfshópsins. Orri Vign­ir Hlöðvers­son, bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður bæj­ar­ráðs Kópavogsbæj­ar, telur að stöðin gæti valdið ónæði þar sem hún yrði inni í íbúa­hverfi og hugs­an­lega haft ein­hver meng­un­ar­áhrif í för með sér.

Jón Viggó segir að stöðin sem fyrirhugað er að komi við Leir­dal yrði yfirbyggð og mun fínni en sú sem er nú við Dalveg.

„Við verðum að halda því til haga að vinnan kláraðist ekki í rauninni almennilega. Það á að koma fyrir nálægt krikjugarðinum er allt annað en það sem verið er að vinna með á Dalvegi,“ segir hann. „Þetta er ekki bara eitthvað gámaplan með bláum gámum. Þarna er verið að tala um yfirbyggðar stöðvar sem eru einangraðar frá samfélaginu.“

„Það hefur mörgu verið hent fram í þessari umræða sem hefði þurft að ræða betur,“ bætir hann við að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert