Vonast til að fá leikmann frá Liverpool

Brendan Rodgers er með Leicester í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, sjö …
Brendan Rodgers er með Leicester í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á undan Liverpool. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Leicester vonast til þess að geta fengið leikmann frá sínu gamla félagi Liverpool þegar hann freistar þess að styrkja lið sitt á komandi sumri.

Fótboltavefmiðillinn Football Insider segir í dag að Rodgers sé afar mikill aðdáandi Naby Keita, miðjumanns Liverpool, sem hefur ekki náð sér fyllilega á strik síðan hann var keyptur frá RB Leipzig árið 2018 og varð þá þriðji dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Keita hefur leikið fimmtán leiki með Liverpool í vetur og hvorki náð að skora eða leggja upp mark og hefur átt í vandræðum vegna meiðsla talsverðan hluta þess tíma sem hann hefur leikið með liðinu.

Keita er samningsbundinn Liverpool til 2023 og samkvæmt Football Insider vill félagið fá 40 milljónir punda fyrir hann.

Naby Keita í leik með Liverpool.
Naby Keita í leik með Liverpool. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert