fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

„Eitthvað innsæi sem sagði mér að fara ekki heim þetta kvöld“ – Kolbrún missti heimili sitt í New York í eldsvoða

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir, er íslenskur stílisti og fasteignasali sem hefur búið í New York í átta ár. Aðfaranótt þjóðhátíðardags Íslendinga, 17. júní, brann heimili hennar illa í eldsvoða. Bandarískir miðlar hafa fjallað um eldsvoðann, en meira en hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í baráttunni við eldinn.

Kolbrún var ekki heima umrætt kvöld, en sem betur fer tókst að bjarga öllum úr fjölbýlishúsinu, sem er staðsett í Hell‘s Kitchen í Manhattan-hverfinu. Það var íbúð Kolbrúnar sem kom hvað verst úr eldsvoðanum, en líkt og sjá má á myndum er hún í mjög vondu ásigkomulagi. Hún hafði leigt íbúðina frá því í febrúar, og var búin að koma sér mjög vel fyrir og þótti vænt um hana.

Í samtali við DV greinir Kolbrún frá því að eldurinn hafi kviknað í íbúð nágranna síns, og að upptökin séu líklega rafmagnstengd. Umræddur nágranni hafði verið til einhverra vandræða og fyrir atvikið í síðustu viku hafði Kolbrún haft áhyggjur af brunavörnum vegna hans.

„Eitthvað innsæi sem sagði mér að fara ekki heim þetta kvöld“

Vegna nágrannans átti hún það til að gista í híbýlum annara, og það var raunin þetta kvöld, sem hún ætlaði sér að eyða í húsi kærasta síns í Brooklyn. „Það var eitthvað innsæi sem sagði mér að fara ekki heim þetta kvöld, og sem betur fer gerði ég það ekki,“ segir Kolbrún.

En rétt áður en hún fór að sofa fékk hún nágrannakona hennar og greindi henni frá eldsvoðanum. Þá áttaði Kolbrún sig ekki á umfangi eldsins, og dreif sig í leigubíl á vettvang, en hún ætlaði sér að ná í tölvuna sína og aðra muni til þess að vera reiðubúin í vinnu daginn eftir. Ástandið á íbúðinni var í talsvert verra en það, en hún hefur en ekki fengið að skoða hana, en hefur fengið myndir sem sjá má í fréttinni.

Hefði verið í stórhættu

Í raun er Kolbrún ótrúlega heppin að hafa ekki verið í íbúðinni umrætt kvöld, en þakið féll á rúmið hennar, og þá var hún með marga lása á hurðinni sinni, sem hefðu gert henni mjög erfitt fyrir hefði hún ætlað sér út.

„Þakið féll á rúmið mitt, og ég er með rosalega mikinn asma þannig ég hefði örugglega fengið reykeitrun á núlleinni. Og af því að ég var svona smeyk við nágranna minn þá var ég með þessar svakalegu öryggislæsingar, og hefði ég verið inni í íbúðinni þá hefði verið rosa erfitt að komast út,“

„Eitthvað sem maður getur ekki lýst fyrr en það kemur fyrir mann“

„Að standa úti á götu, og Rauði krossinn kemur með eitthvað teppi fyrir mann, og er að segja að húsið manns sé að brenna, að maður sé ekki lengur með þak yfir sér, þá fer maður í eitthvað algjört survival mode.“ Segir hún og bætir við að hún hafi upplifað hlutina þannig að skyndilega hættu grunnþarfir, líkt og næring og svefn, að skipta máli.

Þá segist hún skyndilega hafa átt í erfiðleikum með að tala ensku, og vildi helst bara tala við íslenska vinkonu sína sem kom til hennar á vettvang.

„Að missa allar eigur sínar er eitthvað sem maður getur ekki lýst fyrr en það kemur fyrir mann.“ segir Kolbrún sem bendir á að tjónið sé alls ekki bara fjárhagslegt, heldur líka tilfinningalegt. „Sem Íslendingur gerir maður rosalega mikið úr heimilinu sínu. Að hafa það þægilegt og kósý skiptir miklu máli fyrir mann. Ég átti rosalega mikið af munum sem ég hafði fengið í gjafir og svoleiðis,“

Finnur fyrir miklu þakklæti

Kolbrún finnur fyrir miklu þakklæti, en fullt of fólki hefur boðist til að hjálpa henni í gegn um þessa erfiðleika. Fólk sem var með henni í menntaskóla og vinnufélagar sem hún þekkti lítið hafa rétt fram hjálparhönd. Henni hefur verið boðið svefnpláss, en fram á miðvikudag mun hún gista á hóteli í boði Rauða krossins.

Hún biðlar til fólks að tryggja sig vel, en hún gerði það ekki. Hún hafi aldrei búist við því að hún sjálf myndi lenda í svona hremmingum, en það geti gerst við hvern sem er.

Kolbrún talar um að hafa lengi vel verið mjög sjálfstæð manneskja, og því geti henni þótt erfitt að þiggja hjálp frá öðrum, en á tímum sem þessum sé gott að finna fyrir breiðu baklandi. Þá hafa vinkonur hennar hafið söfnun á samfélagsmiðlum. Fyrir áhugasama þá eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi:

R.nr.: 0536-26-3597
Kt.: 120387-2439

Hér að neðan má svo sjá myndir úr íbúð Kolbrúnar, af ástandinu fyrir utan húsið á meðan slökkviliðsaðgerðir voru í gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“