Farinn frá Vestmannaeyjum

Gonzalo Zamorano í leik með ÍBV í febrúar á þessu …
Gonzalo Zamorano í leik með ÍBV í febrúar á þessu ári. mbl.is/Íris

Spænski knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano hefur yfirgefið ÍBV. Þetta staðfesti hann í samtali við fótbolta.net í dag.

Zamorano skoraði þrjú mörk í tíu leikjum í 1. deildinni í sumar, Lengjudeildinni, og hjálpaði Eyjamönnum að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili en hann missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Zamorano á að baki 20 leiki í efstu deild hér á landi en hann hefur leikið með Hugin, Víkingi frá Ólafsvík og ÍA hér á landi.

„Planið mitt er að spila áfram á Íslandi næstu árin, ég er 26 ára og tel að ég eigi mín bestu ár framundan,“ sagði Zamorano í samtali við fótbolta.net.

„Ég ætla að eyða tíma með fjölskyldu minni og æfa heima, svo mun ég taka rétta ákvörðun fyrir næstu ár,“ bætti leikmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert