Enginn hálendisþjóðgarður á þessu kjörtímabili

Fundað var um málið síðdegis í dag.
Fundað var um málið síðdegis í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um að setja á fót hálendisþjóðgarð verður sent aftur til ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvað meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar þingsins á fundi sínum núna á fjórða tímanum.

Frumvarpið verður því ekki samþykkt á þessu þingi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, sem situr í nefndinni fyrir Framsóknarflokk, segir að ástæða þessa hafi verið sá fjöldi umsagna sem barst nefndinni. Mikil vinna sé enn eftir við frumvarpið af þeim sökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka