„Versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar“

Emma Hayes var ómyrk í máli eftir fall Chelsea úr …
Emma Hayes var ómyrk í máli eftir fall Chelsea úr Meistaradeildinni AFP/Adrian DENNIS

Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea, kallar síðara gula spjald Kadeisha Buchanan í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær verstu ákvörðun í sögu keppninnar.

Buchanan fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í síðari hálfleik í gær en staðan var þá 1:0 fyrir Barcelona og jöfn samanlagt eftir sigur Chelsea í fyrri leik liðanna.

„Mér fannst þetta ekki gult spjald og varla aukaspyrna. Okkur leið ekki eins og við myndum tapa leiknum. Þessi dómari er þekktur fyrir að gefa ódýr spjöld og ég tel þetta vera eina verstu ákvörðun í sögu Meistaradeildar kvenna. Við vorum rændar“.

Barcelona skoraði annað mark af vítapunktinum og tryggði sér 2:0 sigur og 2:1 samanlögð úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert