fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Hrottaskapur gegn pari í Skeifunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. september 2022 13:31

Frá Skeifunni. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Eyþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán gagnvart konu og karli. Atvikið átti sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 16. apríl árið 2020.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en fyrirtaka í því verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 5. október næstkomandi.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu með því að setjast í aftursæti bíls þeirra er hún var kyrrstæð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Sviptu þeir parið frelsi í um klukkustund, misþyrmdu fólkinu og neyddu manninn til að millifæra 780 þúsund krónur inn á reikning annars þeirra. Er þetta orðað svo í ákæru:

„Inni í bifreiðinni lögðu ákærðu hníf að hálsi þeirra, kýldu A í hægra gagnaugað og B eitt skipti í gagnaugað og gáfu henni einnig olnbogaskot í gagnaugað, hótuðu að stinga þau með sprautunál og höfðu í lífláts- og líkamsmeiðingarhótunum við þau. Ákærðu skipuðu A að aka bifreiðinni af stað og stöðva bifreiðina við Glæsibæ, þar sem annar ákærðu tók við akstri bifreiðarinnar og ók henni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal, þar sem ákærðu þvinguðu A til að millifæra 780.000 kr. inn á reikning ákærða Kristófers. Þaðan sögðu þeir A að aka bifreiðinni að bifreiðaplani við Metro við Suðurlandsbraut þar sem ákærðu tóku símana af A og B, annars vegar iPhone X síma og hins vegar iPhone 11, auk þess sem þeir tóku kveikjuláslykla bifreiðarinnar áður en þeir yfirgáfu hana. Af framangreindu hlaut B vægan heilahristing.“

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Parið gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst karlmaðurinn tæplega einnar og hálfar milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum tveimur til samans og konan krefst 700 þúsund króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar