Forval hjá VG í marsbyrjun

Forvalið fer fram í byrjun mars.
Forvalið fer fram í byrjun mars.

Vinstri græn í Reykjavík velja frambjóðendur í þrjú efstu sæti framboðslista hreyfingarinnar til borgarstjórnar Reykjavíkur í forvali dagana 2. til 5. mars.

Allir félagar í Vinstri grænum sem hafa kjörgengi í borgarstjórnarkosningunum, sem verða haldnar 14. maí, geta boðið sig fram í forvalinu, en framboðsfrestur rennur út 7. febrúar, að því er kemur fram í tilkynningu frá VG.

Í borgarstjórnarkosningunum 2018 fengu Vinstri græn einn borgarfulltrúa kjörinn í borgarstjórn Reykjavíkur.

Þegar er ljóst að bæði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi sækjast eftir því að leiða framboðslistann í vor.

Jana og Ásrún etja kappi á Akureyri

VG á Akureyri heldur forval á sama tíma. Þar stefna þær Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Ásrún Ýr Gestsdóttir báðar á fyrsta sætið. Áður leiddi Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, VG-listann á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert