fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Pútín er reiður – Kennir þeim um

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 06:51

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er ekki sáttur við gang mála í stríðinu í Úkraínu en þegar hann lagði upp í herförina átti hún að vera skammvinn. En hún hefur dregist á langinn og rússneski herinn er langt frá því að ná þeim markmiðum sem voru sett. Nú þarf að finna blóraböggla vegna þessa og er Pútín farinn að finna þá innan hersins.

Samkvæmt því sem breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegum stöðuskýrslum sínum um gang mála í Úkraínu þá hefur Pútín rekið háttsetta herforingja á síðustu vikum. Hann kennir þeim um margt af því sem hefur mistekist hjá Rússum í Úkraínu. Í stöðuskýrslunni segir að svo virðist sem það sé algengt innan rússneska hersins að breiða yfir hlutina og finna sökudólga.

Serhiy Kisel, yfirlautinant, var að sögn rekinn fyrir að hafa mistekist að hertaka Kharkiv, næst stærstu borg Úkraínu, en rússneski herinn dró sig nýlega þaðan.

Igor Osipov, varaaðmíráll, var einnig rekinn en hann stýrði rússneska flotanum í Svartahafi. Líklegt er talið að hann hafi fengið að fjúka eftir að Úkraínumenn sökktu flaggskipi rússneska flotans í Svartahafi, Moskvu.

Valeriy Gerasimov, formaður rússneska herráðsins, er að mati Bretanna líklega enn í stöðu sinni en óljóst sé hvort hann njóti trausts Pútíns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
Fréttir
Í gær

Drengurinn er fundinn heill á húfi

Drengurinn er fundinn heill á húfi