Sviss líklegur mótherji Íslands eftir sigur í grannaslag

Nicolas Rämy skorar fyrir Sviss gegn Austurríki í dag.
Nicolas Rämy skorar fyrir Sviss gegn Austurríki í dag. AFP

Svisslendingar fóru langt með að tryggja sér sæti í milliriðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik í dag með því að vinna nágranna sína frá Austurríki, 28:25, í fyrsta leiknum í E-riðli mótsins í Egyptalandi.

Svisslendingar komu ekki til Egyptalands fyrr en í dag en þeir komu í stað Bandaríkjanna á síðustu stundu. Austurríkismenn voru líklegastir til að fylgja Noregi og Frakklandi áfram úr riðlinum en nú er Sviss með pálmann í höndunum. 

Það yrði því Sviss, ásamt Noregi og Frakklandi, sem myndi mæta Íslandi í milliriðli mótsins ef allt fer samkvæmt bókinni.

Staðan var 13:13 í hálfleik en Svisslendingar náðu góðu forskoti í seinni hálfleiknum og grannar þeirra réðu ekki við það.

Austurríki: Robert Weber 7, Boris Zivkovic 5, Lukas Hutecek 4, Dominik Schmid 3, Sebastian Frimmel 2, Tobias Wagner 2, Nikola Stevanovic 1, Gerald Zeiner 1.

Sviss: Andy Schmid 7, Lenny Rubin 6, Cedrie Tynowski 6, Roman Sidorowicz 3, Marvin Lier 2, Samuel Rothlisberge 1, Nikola Portner 1, Alen Milosevic 1, Nicolas Raemy 1.

Slóvenar unnu yfirburðasigur á Suður-Kóreu í H-riðli, 51:29, eftir að staðan var 25:16 í hálfleik. Suður-Kórea mætir til leiks með ungt lið, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, en aðallið þeirra mun hafa orðið eftir heima til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í sumar.

Slóvenía: Dragan Gajic 10, Blaz Janc 9, Borut Mackovsek 5, Nik Henigman 5, Dean Bombac 4, Jure Dolenec 3, Blaz Blagotinsek 3, Rok Ovnicek 3, Matic Suholeznik 2, Matej Gaber 2, Darko Cingesar 2, Nejc Cehte 1, Miha Zarabec 1, Stas Skube 1.

Suður-Kórea: Jinho Kim 6, Jinyoung Kim 6, Taeung Kim 5, Chanmin Yu 3, Hyeonwoo Kim 2, Myeongjong Kim 2, Younggil Kim 2, Youngje Jeon 1, Jaesoon Kim 1, Junhee Lee 1.

Fyrr í dag gerðu Hvít-Rússar og Rússar jafntefli, 32:32, í H-riðlinum þannig að Slóvenar hafa þegar tekið forystuna þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert