HR sýknaður af kröfum Kristins

Kristinn Sigurjónsson ásamt lögmanni sínum Jóni Steinari Gunnlaugssyni.
Kristinn Sigurjónsson ásamt lögmanni sínum Jóni Steinari Gunnlaugssyni. mbl.is/Arnþór

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem Háskólinn í Reykjavík var sýknaður af kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi kennara við skólann, hefur verið staðfestur í Landsrétti.

Dómstóllinn kvað upp dóminn í dag, en dómur héraðsdóms féll í ágúst á síðasta ári.

Neikvæð viðhorf til kvenna

Krist­inn hafði stefnt skól­an­um fyr­ir það sem hann taldi ólög­mæta upp­sögn frá störf­um í októ­ber árið 2018, í kjölfar um­mæl­a sem lát­in voru falla á Face­book-síðunni Karl­mennsku­spjall­inu.

Þau voru í dómi héraðsdóms sögð lýsa „afar nei­kvæðum viðhorf­um til kvenna al­mennt“.

Krist­inn hafði meðal ann­ars sagt að kon­ur træðu sér inn á vinnustaði þar sem karl­menn vinna og eyðilegðu vinnustaðina því karl­mönn­um væri gert að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerl­ing­ar, allt annað er áreiti“.

Takmörkun á tjáningarfrelsi

Í þeim dómi var ekki fall­ist á að upp­sögn­in hafi verið ólög­mæt, þó að fall­ist hafi verið á að um tak­mörk­un á tján­ing­ar­frelsi hafi verið að ræða.

Vegna stöðu sinn­ar sem há­skóla­kenn­ara og á grund­velli al­mennra trúnaðarskyldna gagn­vart vinnu­veit­anda, yrði að telja að Kristni hafi verið „rétt að vanda það sér­stak­lega hvernig hann nýtti tján­ing­ar­frelsi sitt, hvort held­ur sem var inn­an starfs eða utan“.

Þá yrði að telja að hon­um hafi mátt vera það full­ljóst að um­mæli af þeim toga sem hann viðhafði færu gegn þeim gild­um jafn­rétt­is sem HR starfi eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert