fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Kári öskuillur – „Þetta er ekki ósmekklegt, þetta er ógeðslegt“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. desember 2021 20:15

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar Mynd:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) telur Persónuvernd hafa sent honum og fyrirtæki hans kaldar kveðjur með úrskurði sínum, en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Landspítala og ÍE á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn á COVID-19 hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög.

Kári Stefánsson hefur verið duglegur að viðra reiði sína opinberlega undanfarna daga og hefur gefið það út að ÍE muni fara með málið fyrir dómstóla til að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt og eins hefur Kári velt því fyrir sér að hætta að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld, en í tilkynningu frá ÍE í gær sagði:

„Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“

Í samtali við mbl.is í kvöld segir Kári að starfsmenn ÍE hafi lagt allt í sölurnar, unnið dag og nótt við að þjónusta sóttvarnayfirvöld til að hjálpa til við baráttuna við veiruna. Fyrirtækið hafi ekkert fengið í staðinn.

Kári telur Persónuvernd hafa farið út fyrir valdsvið sitt með úrskurðinum, að stofnunin taki sér vald sem henni sé ekki ætlað og að hún hafi ekki tekið tillit til þeirra fordæmulausu stöðu sem uppi hefur verið í samfélaginu frá því að kórónuveiran nam hér land.

„Per­sónu­vernd kemst að þeirri niður­stöðu að þetta hafi ekki verið gert vegna sótt­varna, held­ur til að vinna vís­inda­rann­sókn. Í fyrsta lagi er það ekki hlut­verk Per­sónu­vernd­ar í ís­lensku sam­fé­lagi að ákveða hvað eru sótt­varn­ir; Það er ekki hlut­verk Per­sónu­vernd­ar að ákveða hvenær menn eru að vinna að sótt­vörn­um.“

Kári veltir fyrir sér hvaða hagsmuna sé verið að gæta með úrskurðinum.

„Hvaða hags­muni er verið að verja með þessu? Við lögðum allt í söl­urn­ar, til að hlúa að sótt­vörn­um á Íslandi, við feng­um ekk­ert fyr­ir það annað en að við vor­um að hlúa að okk­ar sam­fé­lagi. Í þessu felst svo mik­il mann­fyr­ir­litn­ing að það er al­veg með ólík­ind­um. Þetta er ekki ósmekk­legt, þetta er ógeðslegt.“

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að stofnunin standi við niðurstöðuna sem sé að þeirra mati lagalega rétt. Hún sagði í samtali við RÚV í gær að fólk þurfi að vita þegar það er gert að virkum þátttakanda í vísindarannsókn. „Þannig var það ekki. Það var farið af stað og tekið blóð úr bæði inniliggjandi sjúklingum og að því er virðist öðrum sem komu vegna COVID til spítalans. Það er þar sem við stöldrum við og setjum niður okkar fót.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum