Arnar varð Íslandsmeistari

Arnar Pétursson Íslandsmeistari tekur við gullverðlaununum. Þórólfur Ingi Þórsson til …
Arnar Pétursson Íslandsmeistari tekur við gullverðlaununum. Þórólfur Ingi Þórsson til vinstri, Goði Gnýr Guðjónsson til hægri mbl.is/Sigurður Unnar

Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð í dag Íslandsmeistari í 10 þúsund metra hlaupi karla en keppt var í greininni á Kópavogsvelli samhliða Íslandsmótinu í fjölþrautum sem þar hefur staðið yfir í  gær og dag.

Arnar vann mjög öruggan sigur, hljóp vegalengdina á 32:44,50 mínútum. Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR varð annar á 34:32,42 mínútum og þriðji varð Goði Gnýr Guðjónsson úr Heklu á 39:42,75 mínútum.

Arnar Pétursson á Kópavogsvelli í dag.
Arnar Pétursson á Kópavogsvelli í dag. mbl.is/Sigurður Unnar
Þórólfur Ingi Þórsson á Kópavogsvelli í dag.
Þórólfur Ingi Þórsson á Kópavogsvelli í dag. mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert