Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig að tveir gisti í fangageymslu og að alls hafi verið 120 mál bókuð í kerfi lögreglunnar frá klukkan 17 í gær til 5 í nótt.
Í tilkynningu um dagbók lögreglu segir frá innbroti í bifreið og töluverðri ölvun í miðbænum í nótt. Þá er greint frá því að um allt höfuðborgarsvæðið hafi fjöldi ökumanna verið stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Einn þeirra sem var stöðvaður var að leiðbeina öðrum en var undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn.