Innlent

Dregið úr viðbúnaði á Landspítalanum en reglur óbreyttar

Kjartan Kjartansson skrifar
Hættustig hafði verið í gildi frá því að hert var á sóttvarnaaðgerðum í samfélaginu 25. mars.
Hættustig hafði verið í gildi frá því að hert var á sóttvarnaaðgerðum í samfélaginu 25. mars. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að færa viðbúnaðarstig á spítalanum vegna kórónuveirufaraldursins af hættustigi niður á óvissustig.

Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að í óvissustigi felist að viðbúnaður sé vegna yfirvofandi eða orðins atburðar og dagleg starfsemi ráði við hann.

Reglum um heimsóknir, fundi, matsali, hópaskiptingar og fleira verður þó ekki breytt að sinni. Vænta megi breytinga ef slakað verður á samkomutakmörkunum þegar núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra rennur út 15. apríl.

Landspítalinn var færður upp á hættustig vegna faraldursins á miðnætti 25. mars um leið og hert var á sóttvarnaaðgerðum. Í hættustigi felst að orðinn atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun spítalans vegna farsóttar.

Heimsóknir voru þá meðal annars takmarkaðar við einn gest á dag til hvers sjúklings.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×