fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Var þetta síðasti leikur Bale fyrir Wales? – Rauk í burtu úr viðtali í fússi

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale neitaði að svara spurningu um framtíð sína með velska landsliðinu í viðtali eftir leik dagsins. Þar tapaði Wales 0-4 gegn Danmörku.

Danir stjórnuðu leiknum frá a-ö gegn Wales en Kasper Dolberg (x2), Joakim Mæhle og Martin Braithwaite skoruðu mörkin.

Gareth Bale fór í viðtal við BBC eftir leik og labbaði pirraður í burtu í miðju viðtali.

„Við vildum ekki að leikurinn færi svona. Við byrjuðum vel en fengum á okkur mark og þá breyttist leikurinn. Við gerðum mistök og gerðum þannig út um leikinn,“ sagði Bale við BBC.

Bale fékk gult spjald í leiknum fyrir að klappa hæðnislega fyrir dómara leiksins.

„Þetta var aukaspyrna en stuðningsmennirnir höfðu áhrif á hann,“ svaraði Bale.

Þegar hann fékk spurningu út í framtíð hans hjá velska landsliðinu labbaði kappinn bara í burtu og svaraði engu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“
433Sport
Í gær

Tjáir sig um áhugann á Salah – Útilokar þessa niðurstöðu

Tjáir sig um áhugann á Salah – Útilokar þessa niðurstöðu
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert myndband sem Haaland birti í morgunsárið – Staðfestir tíðindin

Sjáðu athyglisvert myndband sem Haaland birti í morgunsárið – Staðfestir tíðindin
433Sport
Í gær

Haaland að skrifa undir svakalegan samning

Haaland að skrifa undir svakalegan samning