Björg, Jón og Ragnhildur nýja þríeykið

Björg Magnúsdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson kynna Söngvakeppnina …
Björg Magnúsdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson kynna Söngvakeppnina í ár. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson verður kynnir í Söngvakeppninni 2022 ásamt fjölmiðlastjörnunum Björgu Magnúsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Ragnhildur Steinunn og Rúnar Freyr Gíslason greindu frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Kynnarnir þrír hafa öll kynnt Söngvakeppnina áður. 

Rúnar Freyr sagði að þau hefðu ráðfært sig við sóttvarnayfirvöld og í kjölfarið ákveðið að fresta keppninni um eina viku. Fyrsta undanúrslitakvöldið fer því fram 26. febrúar í stað 19. febrúar. „Þá væru mun meiri líkur á að við gætum haft eitthvert fólk í höllinni,“ sagði Rúnar um ákvörðunina. Úrslitakvöldið fer fram 12. mars og keppa fjögur eða fimm lög í úrslitum. 

Mikið verður lagt í keppnina í ár og eru farnar óvenjulegar leiðir í auglýsingum. Sérstakur strætó keyrir um götur en hann er skreyttur að innan og utan. Söngv­akeppnin verður hald­in í kvik­mynda­veri RVK Studi­os í Gufu­nesi að þessu sinni en ekki Háskólabíói eða Laugardalshöll eins og undanfarin ár. 

Eurovision fer svo fram í Tórínó á Ítalíu í maí. Undan­k­völd­in tvö verða 10. og 12. maí en úrslitin laugardagskvöldið 14. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav