Daðraði við hlutverk Goslings í The Notebook

George Clooney.
George Clooney. AFP

Hollywoodstjarnan George Clooney lék næstum því aðalhlutverkið í rómantísku myndinni The Notebook. Clooney ætlaði að leika í myndinni með stórleikaranum Paul Newman. Hann greindi frá þessu þegar hann kynnti myndina sína The Midnight Sky á dögunum. 

„Við ætluðum að gera The Notebook saman. Í rauninni ætlaði ég að leika hann ungan,“ sagði Clooney að því er fram kemur á vef Dedline. „Við hittumst og sögðum: þetta á eftir að verða frábært.“

Ryan Gosling.
Ryan Gosling. AFP

Ekkert varð þó af samstarfi þeirra. Eftir fund þeirra fór Clooney heim og horfði á myndir með Newman og hætti snarlega við að leika yngri útgáfu af honum. Ástæðan var hversu myndarlegur Newman var. 

„Ég get ekki leikið þig. Ég lít engan veginn út eins og þú. Þetta er brjálæði,“ sagði Clooney við Newman. „Við vildum bara gera þetta af því okkur langaði að vinna saman, þetta var ekki rétta verkefnið fyrir okkur.“

Myndin, sem kom út árið 2004, fjórum árum fyrir lát Newmans, var ekki verri þó svo stórleikararnir George Clooney og Paul Newman lékju ekki í henni. Ryan Gosling lék Noah Calhoun en leikarinn James Garner lék sömu persónu á efri árunum.

Ryan Gosling fór með aðalhlutverkið í The Notebook ásam Rachel …
Ryan Gosling fór með aðalhlutverkið í The Notebook ásam Rachel McAdams.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Loka