Íslenski sjávarklasinn mun kynna fyrirtæki sem hafa komið fram með nýjungar sem stuðla að hreinna umhverfi hafsins eða betri nýtingu auðlinda þess á sýningu í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16 sem stendur yfir frá kl. 14-16 í dag. Yfir 50 frumkvöðlar í blárri nýsköpun verða á sýningunni sem er hluti af Iceland Innovation Week.

„Gestir fá tækifæri til að kynna sér starfsemi fjölmargra nýsköpunarfyrirtækja og fylgjast þannig með því sem er nýjast að gerast á þessu sviði hérlendis,“ segir í tilkynningu Sjávarklasans.

Sjá einnig: Alþjóðlegur áhugi á Sjávarklasanum

Frá því að Sjávarklasinn var settur á laggirnar fyrir rúmum áratugi síðan hefur frumkvöðlafyrirtækjum í greininni fjölgað um 150% samkvæmt talningu, eða úr 60 í tæplega 150.