Ræktaði kannabisplöntur vegna fjárhagsvanda

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Þór

Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í vörslu hennar fundust 132 kannabisplöntur. Konan játaði brot sín skýlaust fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en þar kom fram að hún hefði gripið til ræktunarinnar vegna fjárhagsvanda, en hún væri með tvö börn á framfæri.

Taldi dómurinn að fimm mánaða skilorðsbundinn dómur væri hæfilegur með hliðsjón af framangreindu og sakarefni málsins. Þá var konunni gert að greiða 240 þúsund krónur í sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka