Fráleitt að falla frá skimunum

Már Kristjánsson.
Már Kristjánsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir mikilvægt að halda áfram að skima fyrir Covid-19 með PCR-prófum og ekki leysa neinn vanda að hætta því. 

Ragnar Freyr Ingvarsson, sér­fræðing­ur í lyf- og gigt­ar­lækn­ing­um og fyrr­ver­andi yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spíta­lands, velt­i því upp í gær hvort það væri nauðsyn­legt að halda áfram að fram­kvæma jafn mörg PCR-próf og hef­ur verið gert. Hvort það væri mögu­lega nóg að prófa þá þá sem eru í áhættu­hóp­um og vakta þá sér­stak­lega.

Í samtali við RÚV segir Már að víðtækar skimanir séu enn mikilvægar en tekur undir að treysta þurfti Landspítalann til að takast á við faraldurinn. Hann segir mikinn fjölda fólks næman fyrir Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og heilbrigðiskerfið við ystu mörk. 

Spurður út í nálgunina sem Ragnar Freyr velir upp segir hann fráleitt að stoppa skimanir.

„Viðfangsefnið hverfur ekkert þótt sé hætt að skima. Það yrði þá bara stjórnlaust, ég hef enga trú á því að það væri leiðin fram á við,“ segir Már við fréttastofu RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert