Innlent

Laga bílaplanið og gönguleiðina inn í Geldingadali

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Björgunarsveitarfólk hefur varla haft undan við að stika gönguleiðina á ný, enda breytist landslagið hratt. 
Björgunarsveitarfólk hefur varla haft undan við að stika gönguleiðina á ný, enda breytist landslagið hratt.  Vísir/Vilhelm

Gönguleiðin inn í Geldingadali liggur undir miklum skemmdum sökum ágangs. Jarðvegsvinna á svæðinu er hafin en gönguleiðin er orðin að drullusvaði á löngum kafla. Þá er einnig unnið að úrbótum á bílastæðinu.

Björgunarsveitarfólk hefur vart undan við að stika leiðina á ný enda tekur landslagið stöðugum breytingum. „Við erum búin að fara ansi oft. Til dæmis setja stærri stikur, færa þær, laga til halla og brekkur og svona. Og eins og allir vita þurfti að fara um kaðal fyrstu dagana en núna er búið að stika fram hjá honum þannig að það þarf ekki að nota hann lengur,“ segir Otti Rafn Sigmarsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík.

Otti segir að þó það gangi ekki til lengdar að þurfa stöðugt að stika leiðina þá felist í því öryggi að greiða leiðina fyrir vegfarendur. Minni líkur verði á óhöppum og fólk villist síður af leið, líkt og gerðist í upphafi gossins. Þá segir hann að alltaf sé um sömu gönguleiðina að ræða en að færa hafi þurft stikurnar til reglulega, líkt og útlit sé fyrir að þurfi að gera á næstu dögum.

„Núna er nýtt hraun farið að færa sig í áttina að gönguleiðinni og aðeins yfir endann á henni. En það gerir ekkert til, hún í rauninni bara styttist, og eftir sem áður liggja gönguleiðirnar alveg upp að gosstöðvunum og eru öruggasti vegurinn að fara.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×