Vita hvað olli biluninni

Mjólkárlína hefur verið virk síðan 1981.
Mjólkárlína hefur verið virk síðan 1981. Ljósmynd/Landsnet

Slitin upphengja olli biluninni á Mjólkárlínu á Vestfjörðum, að sögn Landsnets. Veðrið á svæðinu er að ganga hægt niður og verið er að undirbúa viðgerð.

Viðgerðarfólk frá Landsneti er á leiðinni vestur, að því er kemur fram á Facebooksíðu Landsnets.

Fyrr í morgun greindi upplýsingafulltrúi Landsnets frá því að óljóst væri hvað olli biluninni þar sem ekki hefur verið hægt að skoða línuna sökum veðurs og slæmrar færðar.

Mjólkár­lína er tréstauralína og hef­ur verið virk frá ár­inu 1981.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert